Innlent

Líkams­á­rás með hníf og ölvaðir ung­lingar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt í kjölfar líkamsárásar þar sem hníf var beitt. Áverkar árásarþola eru sagðir hafa verið minniháttar en engar frekari upplýsingar um málið er að finna í yfirliti lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einnig tvo á stolnum bíl og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fleiri voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir að aka og tala í símann.

Lögreglu barst einnit tilkynning um „þekktan aðila“ sem var til ama í verslunarhúsnæði. Sást viðkomandi aka á brott en lögreglumenn vissu að hann var án ökuréttinda. Einstaklingurinn reyndi síðar að komast undan á fæti en náðist.

Verður hann ákærður fyrir að aka ítrekað sviptur ökuréttindum og fyrir að sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnaði en í einu tilvikinu var um að ræða mann sem var talinn hafa gengið út úr verslun með tvær flíkur. Þá barst tilkynning um innbrot í skóla og er það mál í rannsókn.

Afskipti voru einnig höfð af ölvuðum ungmennum og verður ein kærð fyrir ofbeldi gegn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×