Fótbolti

Logi fær sviðs­ljósið á miðlum UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson á ferðinni í leiknum á móti Wales þar sem hann opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu með frábæru marki.
Logi Tómasson á ferðinni í leiknum á móti Wales þar sem hann opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu með frábæru marki. Vísir/Anton Brink

Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Logi kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-2 og breytti leiknum í 2-2 jafnteflinu á móti Wales. Hann skoraði fyrra markið og átti risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem var á endanum skráð sjálfsmark.

Fyrri markið, sem var fyrsta mark Loga fyrir A-landsliðið, var glæsilegt mark þar sem Logi skoraði með geggjuðu utanfótarskoti fyrir utan teiginn.

Logi fékk líka sviðsljósið á miðlum UEFA en myndband með markinu kom inn á Instagram siðu UEFA EURO.

Þar er talað um trivela afgreiðslu íslenska landsliðsmannsins eins og sjá má hér fyrir neðan.

Logi ræddi það sjálfur eftir leikinn að hann hafði þegar skorað tvö svona svipuð mörk fyrir í Strömsgodset norska fótboltanum.

Logi er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir frábær mörk hér heima á Íslandi en nú er Luigi einnig farinn að vekja athygli á evrópska sviðinu fyrir geggjuð mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×