Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:55 Halla Tómasdóttir ræddi við fréttamenn að loknum fundi hennar með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt. Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22