Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2024 12:30 Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar