Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2024 11:56 Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins og Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira