Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar 14. október 2024 12:47 Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun