Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Lífið á Vísi fór yfir nokkra eftirminnilega hrekkjavökubúninga fræga fólksins. SAMSETT Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum. Hér má sjá lista yfir frumlega og skemmtilega hrekkjavökubúninga sem súperstjörnur heimsins hafa skartað í gegnum tíðina: Heidi Klum sem ormur og Fiona úr Shrek Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum fer undantekningalaust alla leið á hrekkjavökunni og ber höfuð og herðar yfir aðra hrekkjavökuunnendur. Þá er maðurinn hennar Tom Kaulitz óhræddur að klæða sig upp í þemað með henni. Heidi heldur sömuleiðis söguleg hrekkjavökuteiti og Rúrik Gíslason var meðal gesta hjá henni í fyrra. Það er erfitt að velja bestu búninga Heidi Klum en hér eru nokkrir sem standa upp úr: Heidi Klum fór sem ormur á hrekkjavökuna 2022. Mikill metnaður lagður í þennan frumlega búning en líklega ekki hentugur fyrir fólk með innilokunarkennd.Rachpoot/Bauer-Griffin/GC Images Heidi Klum og Tom Kaulitz mættu sem Fiona og Shrek 2018. Mjög skemmtileg útfærsla á þessum sígildu karakterum.Michael Loccisano/Getty Images Heidi Klum frekar óhugnanleg á hrekkjavöku 2019.Nancy Rivera/Bauer-Griffin/GC Images Zoe Kravitz og Channing Tatum sem Rosemary og barnið Sjóðheita stjörnuparið Zoe Kravitz og Channing Tatum klæddu sig upp sem Rosemary og barnið úr kvikmyndinni Rosemary's Baby í leikstjórn Roman Polanski. Channing Tatum og Zoë Kravitz fóru sem Rosemary og barnið úr Rosemary's baby. Alltaf gaman fyrir pör að klæða sig upp sem tvíeyki.MEGA/GC Images Paris Hilton sem Britney Spears Goðsögnin Paris Hilton klæddi sig upp sem Britney Spears úr goðsagnakenndu tónlistarmyndbandi við lagið Toxic. Ofurskvísulegur flugfreyjubúningur sem aðdáendur söngkonunnar gleyma seint. Paris Hilton glæsileg í fyrra sem Britney Spears úr Toxic.Alberto E. Rodriguez/WireImage Hér má sjá sögulega tónlistarmyndbandið við Toxic: Kendall Jenner sem gúrka Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner klæddi sig upp sem gúrka árið 2022 og gerði í leiðinni grín að því hvað hún átti erfitt með að skera gúrku í þætti af Kardashians. Þessi búningur á vel við í ár þar sem gúrkur hafa verið gríðarlega vinsælar og uppseldar í fjölda matvöruverslanna. Kendall Jenner flott sem gúrka og gúrkan á vel við í ár.Instagram @kendalljenner Lizzo sem Yoda Tónlistarkonan Lizzo lagði mikið upp úr hrekkjavökubúningnum 2021 og tróð upp sem Yoda úr Star Wars myndunum. Lizzo fór alla leið sem Yoda á hrekkjavöku giggi!Michael Kovac/Getty Images Hún vakti líka mikla athygli sem Marge Simpson árið 2022. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Bella Hadid og The Weeknd sem Beetlejuice og Lydia Bella Hadid og The Weeknd voru par í dágóðan tíma. Á hrekkjavökunni 2018 klæddu þau sig upp sem sögulega tvíeykið Beetlejuice og Lydia úr kvikmyndinni Beetlejuice frá árinu 1988. Framhaldsmynd Beetlejuice kom út í ár og því vel við hæfi að klæða sig upp í þessa búninga núna! The Weeknd og model Bella Hadid flott sem Beetlejuice og Lydia í hrekkjavökuteiti hjá Heidi Klum 2018.Craig Barritt/Getty Images Janelle Monae sem Jim Carrey í The Mask Tónlistarkonan Janelle Monae fór alla leið í karakter Jim Carrey úr myndinni The Mask. Janelle Monae sem The Mask í hrekkjavökuteiti Heidi Klum 2018.Robert Kamau/GC Images Emily Ratajkowski sem Marge Simpson Fyrirsætan og hlaðvarpsstýran Emily Ratajkowski var gul og glæsileg sem Marge Simpson í hrekkjavökuteiti árið 2015. Emily Ratajkowski sem Marge Simpson 2015.Andrew Toth/WireImage David Kersh sem hlébarði Tónlistarmaðurinn David Kersh fór alla leið árið 2005 í mjög einstökum búning. David Kersh sem hlébarði árið 2005.Chance Yeh /Patrick McMullan via Getty Images Emma Kenney sem málverk Leikkonan Emma Kenney mætti í fyrra í einstaklega frumlegum búning sem málverk sem minnir á Picasso. Emma Kenney í frumlegum búning.Taylor Hill/Getty Images Kim Kardashian og North West sem Clueless tvíeykið Súperstjarnan Kim Kardashian og dóttir hennar North West klæddu sig upp sem Cher og Dionne úr næntís skvísumyndinni Clueless á hrekkjavökunni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Katy Perry sem vinsælt snakk Tónlistarkonan Katy Perry klæddi sig upp sem vinsæla snakkið Cheetos árið 2014. Það er heldur betur hægt að útfæra þetta yfir á uppáhalds snakkið sitt. Skemmtilegt! Katy Perry sem Cheetos snakk.Chinchilla/Bauer-Griffin/GC Images Harry Styles sem Elton John Harry Styles klæddi sig upp sem önnur bresk goðsögn, Elton John, á hrekkjavökunni 2018. Harry Styles sem Elton John 2018.Kevin Mazur/Getty Images Tíska og hönnun Hrekkjavaka Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hér má sjá lista yfir frumlega og skemmtilega hrekkjavökubúninga sem súperstjörnur heimsins hafa skartað í gegnum tíðina: Heidi Klum sem ormur og Fiona úr Shrek Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum fer undantekningalaust alla leið á hrekkjavökunni og ber höfuð og herðar yfir aðra hrekkjavökuunnendur. Þá er maðurinn hennar Tom Kaulitz óhræddur að klæða sig upp í þemað með henni. Heidi heldur sömuleiðis söguleg hrekkjavökuteiti og Rúrik Gíslason var meðal gesta hjá henni í fyrra. Það er erfitt að velja bestu búninga Heidi Klum en hér eru nokkrir sem standa upp úr: Heidi Klum fór sem ormur á hrekkjavökuna 2022. Mikill metnaður lagður í þennan frumlega búning en líklega ekki hentugur fyrir fólk með innilokunarkennd.Rachpoot/Bauer-Griffin/GC Images Heidi Klum og Tom Kaulitz mættu sem Fiona og Shrek 2018. Mjög skemmtileg útfærsla á þessum sígildu karakterum.Michael Loccisano/Getty Images Heidi Klum frekar óhugnanleg á hrekkjavöku 2019.Nancy Rivera/Bauer-Griffin/GC Images Zoe Kravitz og Channing Tatum sem Rosemary og barnið Sjóðheita stjörnuparið Zoe Kravitz og Channing Tatum klæddu sig upp sem Rosemary og barnið úr kvikmyndinni Rosemary's Baby í leikstjórn Roman Polanski. Channing Tatum og Zoë Kravitz fóru sem Rosemary og barnið úr Rosemary's baby. Alltaf gaman fyrir pör að klæða sig upp sem tvíeyki.MEGA/GC Images Paris Hilton sem Britney Spears Goðsögnin Paris Hilton klæddi sig upp sem Britney Spears úr goðsagnakenndu tónlistarmyndbandi við lagið Toxic. Ofurskvísulegur flugfreyjubúningur sem aðdáendur söngkonunnar gleyma seint. Paris Hilton glæsileg í fyrra sem Britney Spears úr Toxic.Alberto E. Rodriguez/WireImage Hér má sjá sögulega tónlistarmyndbandið við Toxic: Kendall Jenner sem gúrka Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner klæddi sig upp sem gúrka árið 2022 og gerði í leiðinni grín að því hvað hún átti erfitt með að skera gúrku í þætti af Kardashians. Þessi búningur á vel við í ár þar sem gúrkur hafa verið gríðarlega vinsælar og uppseldar í fjölda matvöruverslanna. Kendall Jenner flott sem gúrka og gúrkan á vel við í ár.Instagram @kendalljenner Lizzo sem Yoda Tónlistarkonan Lizzo lagði mikið upp úr hrekkjavökubúningnum 2021 og tróð upp sem Yoda úr Star Wars myndunum. Lizzo fór alla leið sem Yoda á hrekkjavöku giggi!Michael Kovac/Getty Images Hún vakti líka mikla athygli sem Marge Simpson árið 2022. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Bella Hadid og The Weeknd sem Beetlejuice og Lydia Bella Hadid og The Weeknd voru par í dágóðan tíma. Á hrekkjavökunni 2018 klæddu þau sig upp sem sögulega tvíeykið Beetlejuice og Lydia úr kvikmyndinni Beetlejuice frá árinu 1988. Framhaldsmynd Beetlejuice kom út í ár og því vel við hæfi að klæða sig upp í þessa búninga núna! The Weeknd og model Bella Hadid flott sem Beetlejuice og Lydia í hrekkjavökuteiti hjá Heidi Klum 2018.Craig Barritt/Getty Images Janelle Monae sem Jim Carrey í The Mask Tónlistarkonan Janelle Monae fór alla leið í karakter Jim Carrey úr myndinni The Mask. Janelle Monae sem The Mask í hrekkjavökuteiti Heidi Klum 2018.Robert Kamau/GC Images Emily Ratajkowski sem Marge Simpson Fyrirsætan og hlaðvarpsstýran Emily Ratajkowski var gul og glæsileg sem Marge Simpson í hrekkjavökuteiti árið 2015. Emily Ratajkowski sem Marge Simpson 2015.Andrew Toth/WireImage David Kersh sem hlébarði Tónlistarmaðurinn David Kersh fór alla leið árið 2005 í mjög einstökum búning. David Kersh sem hlébarði árið 2005.Chance Yeh /Patrick McMullan via Getty Images Emma Kenney sem málverk Leikkonan Emma Kenney mætti í fyrra í einstaklega frumlegum búning sem málverk sem minnir á Picasso. Emma Kenney í frumlegum búning.Taylor Hill/Getty Images Kim Kardashian og North West sem Clueless tvíeykið Súperstjarnan Kim Kardashian og dóttir hennar North West klæddu sig upp sem Cher og Dionne úr næntís skvísumyndinni Clueless á hrekkjavökunni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Katy Perry sem vinsælt snakk Tónlistarkonan Katy Perry klæddi sig upp sem vinsæla snakkið Cheetos árið 2014. Það er heldur betur hægt að útfæra þetta yfir á uppáhalds snakkið sitt. Skemmtilegt! Katy Perry sem Cheetos snakk.Chinchilla/Bauer-Griffin/GC Images Harry Styles sem Elton John Harry Styles klæddi sig upp sem önnur bresk goðsögn, Elton John, á hrekkjavökunni 2018. Harry Styles sem Elton John 2018.Kevin Mazur/Getty Images
Tíska og hönnun Hrekkjavaka Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira