Fótbolti

Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæða­flokki“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku strákarnir máttu þola 4-2 tap gegn Tyrkjum í kvöld.
Íslensku strákarnir máttu þola 4-2 tap gegn Tyrkjum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Eins og svo oft áður þegar íslenska landsliðið kemur saman var fólk duglegt við að tjá sig um leikinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. 

Fyrr í dag var hins vegar ekki víst að leikur kvöldsins gæti farið fram. Mikill kuldi hefur sett strik í reikninginn undanfarið og það var ekki fyrr en Laugardalsvöllur v ar skoðaður eftir hádegi í dag að dómari leiksins gaf grænt ljós á það að hægt væri að spila leikinn.

Ísland komst svo yfir strax á þriðju mínútu þegar Orri Steinn Óskarsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Mikael Neville Andersen. Orri átti eftir að gera helling og fékk mikið lof fyrir gott mark.

Þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik vildu íslensku aðdáendurnir þó fara með varkárni inn í hálfleik.

Í síðari hálfleik var svo mikið að gerast, bæði hjá leikmönnum og áhorfendum. Snemma eftir hlé fengu gestirnir víti sem mörgum fannst ódýrt. Hakan Calhanoglu fór á punktinn og skoraði, en rann til í skotinu og snerti boltann tvisvar áður en hann fór inn. Markið var því dæmt af.

Tyrkir jöfnuðu þó loks metin á 63. mínútu áður en liðið fékk annað víti stuttu síðar og þá klikkaði Calhanoglu ekki.

Íslenska liðið vildi svo einnig fá víti á 78. mínútu og óhætt er að segja að leikmenn hafi haft eitthvað til síns máls. Orri Steinn átti þá fast skot sem Demiral virtist verja með höndinni, en ekkert dæmt.

Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði hins vegar metin fyrir íslenska liðið áður en Tyrkir fengu mark á silfurfati þegar Hákon Rafn Valdimarsson gerðist sekur um slæm mistök. Í kjölfarið bættu gestirnir fjórða markinu við og leikurinn fjaraði út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×