Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2024 12:06 Útibú Lyfjavals í Reykjanesbæ. Þar er bæði hægt að ganga inn, eða fá lyf afgreidd um bílalúgu. Vísir/Vilhelm Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir. Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir.
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46