Ástarvika Vigdís Häsler skrifar 15. október 2024 14:31 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Bolungarvík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun