Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 15:14 Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024 Rarik Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs. Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs.
Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24
Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05