Innlent

Þing­kosningar í nóvember, við­brögð VG og nýr ís­lenskur söng­leikur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur fallist á þingrofs- og lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Gengið verður til þingkosninga 30. nóvember. Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í kvöldfréttum. 

Þá hefur þingflokkur Vinstri grænna tekið ákvörðun um að sitja ekki í starfsstjórn Bjarna fram að kosningum. Varaformaður flokksins fer yfir ákvörðunina og næstu skref í myndveri. Formaður Framsóknarflokksins segir líklegt að þeir ráðherrar sem eftir sitja muni skipta með sér verkum ráðherra VG. 

Fjöldi reykvískra kennara lagði niður störf í dag til að mótmæla í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mikil ólga er í kennarastéttinni vegna ummæla sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu fyrir helgi. 

Við kíkjum á nýja stofu fyrir fjölskyldur sem hafa misst börn á meðgöngu, sem opnuð var á Landspítalanum í dag. Stofan er nefnd í höfuðið á ljómóður, sem hefur undanfarin þrjátíu ár stutt foreldra í gegnum slíkan missi.

Og við fáum að skyggnast bak við tjöldin hjá nýjum íslenskum söngleik, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld. 

Klippa: Kvöldfréttir 15. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×