Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 20:37 Sigþrúður Ármann. Aðsend Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.” Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.”
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira