Ericson er búin að vera þjálfari liðsins í fimm ár en lítið hefur gengið að undanförnu.
Á heimasíðu færeyska sambandsins var tilkynnt um endalok samstarfsins. Eyðun Klakstein mun stýra færeyska liðinu í síðustu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni í nóvember og Atli Gregersen aðstoðar hann.
Færeyska liðið hefur ekki unnið keppnisleik í tvö ár og hefur spilað tólf leiki í röð án sigurs. Færeyjar eru í 140. sæti á FIFA listanum og féllu niður um tvö sæti á síðasta lista en þeir voru í 125. sæti í apríl 2023.
Hinn 64 ára gamli Ericson stýrði Færeyjum í 34 keppnisleikjum og liðið fékk stig í helmingi þeirra. Samtalsí öllum leikjum voru þetta 9 sigrar og 13 jafntefli í 49 leikjum.
Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-1 jafntefli á móti Lettlandi í Þjóðadeildinni þar sem Færeyingar spila í C-deild. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Armenínu þremur dögum áður.
Færeyjar eru í neðsta sæti í sínum riðli með engan sigur og þrjú jafntefli í fjórum leikjum
Færeyska liðið fagnaði síðast sigri á móti Liechtenstein í vináttulandsleik á Marbella í mars en Færeyingar unnu síðast keppnisleik á móti Tyrkjum í Þjóðadeildinni 25. september 2022.