Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 10:41 Harris er dugleg við að mæta í viðtöl þessa dagana enda afar mjótt á munum samkvæmt skoðanakönnunum og mikið í húfi. Getty Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira