„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 12:02 Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum