Málið sneri að sölu Lindarhvols, félags sem stofnað var til að fara með eignarhlut ríkisins í svokölluðum stöðugleikaeignum, á Klakka. Frigus, sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem kenndir eru við Bakkavör, og Sigurðar Valtýssonar, bauð 501 milljón króna í félagið.
BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Þessu vildu Frigusarmenn ekki una og höfðuðu mál vegna meintrar ólögmætrar sölumeðferðar.
Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Kröfupphæðin nam þeim hagnaði sem Frigus taldi sig hefðu notið ef tilboði félagins hefði verið tekið.