Uppgjörið: Álftanes - Valur 100-103 | Álftanes kastaði frá sér fyrsta sigri til Vals Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:53 vísir/anton Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi í framlengdum leik 100-103. Þetta var fyrsti sigur Vals á tímabilinu á meðan Álftanes hefur tapað öllum þremur leikjunum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti. Þriggja stiga karfa Taiwo Badmus, leikmanns Vals, kveikti í Álftnesingum sem gerðu ellefu stig í röð á innan við þremur mínútum. Jamil Abiad, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 13-3. Eftir leikhlé Jamil vöknuðu gestirnir til lífsins. Íslandsmeistararnir fóru aftur í ræturnar sem er varnarleikur og lokuðu á heimamenn sem gerðu aðeins sex stig á sex og hálfri mínútu. Valsmenn voru yfir eftir fyrsta fjórðung 19-20. Heimamenn tóku með sér slæman endi á fyrsta leikhluta yfir í annan leikhluta og eftir að Valur gerði fyrstu fimm stigin tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, leikhlé eftir innan við mínútu. Þróun leiksins var eins í fyrsta og öðrum leikhluta. Eftir leikhlé Kjartans kom áhlaup frá heimamönnum og Álftanes var þremur stigum yfir í hálfleik 40-37. Sherif Ali Kenny og Kári Jónsson byrjuðu seinni hálfleik á að setja niður sitt hvora þriggja stiga körfuna en það sló heimamenn ekki út af laginu. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta fóru hlutirnir að ganga betur og betur hjá heimamönnum sem gerðu sextán stig gegn aðeins tveimur stigum hjá Val. Það var ótrúleg spenna í fjórða leikhluta. Álftanes var með unninn leik í höndunum en gestirnir komu til baka. Þegar átján sekúndur voru eftir var staðan 88-82. Kristinn Pálsson setti niður þrjú vítaskot, Hörður Axel Vilhjálmsson tapaði boltanum og Taiwo Badmus setti niður þrist og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni setti Kristinn niður þrist og fékk villu að auki. Þrátt fyrir að hafa klikkað á vítinu var þetta þungur hnífur og Valsmenn fögnuðu þriggja stiga sigri 100-103. Atvik leiksins Atvik leiksins var þriggja stiga karfa Taiwo Badmus sem jafnaði leikinn og í kjölfarið var augnablikið með Valsmönnum allan tímann í framlengingunni. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus, leikmaður Vals, fór á kostum í kvöld. Þrátt fyrir að David Okeke spilaði frábæra vörn á hann gerði hann 35 stig og var stigahæstur á vellinum. Taiwo var með ís í æðunum undir lok fjórða leikhluta og setti niður þriggja stiga körfu sem kom Val í framlengingu. Eftir því sem leið á leikinn fór að losna um Kristinn Pálsson sem setti stór skot ofan í bæði í fjórða leikhluta og í framlengingunni. Kristinn endaði með 26 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Andrew Jones, Bandaríkjamaður Álftaness, náði sér ekki á strik. Andrew gerði aðeins 14 stig og tók lítið til sín þegar mest á reyndi. Dómarinn Dómarar leiksins voru Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson. Leikurinn var virkilega vel dæmdur framan af en undir lok fjórða leikhluta og í framlengingunni fór að hitna í kolunum. Heimamenn voru ósáttir við nokkrar villur sem þeir fengu dæmdar á sig en það var erfitt að segja til um það. Stemning og umgjörð Venju samkvæmt var góð stemning á Álftanesi. Stuðningsmannasveit heimamanna lét vel í sér heyra og krakkarnir voru með sína skemmtilegu fjólubláu hjálma. „Eins og boxbardagi sem var kominn í tólftu lotu“ Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi.Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var virkilega svekktur eftir þriggja stiga tap gegn Val 100-103. „Það var mjög fúlt að tapa þessum leik. Kristinn Pálsson komst á vítalínuna, við náðum ekki að koma boltanum inn og Taiwo Badmus hljóp að þriggja stiga línunni og setti þrist. Líkindafræðingar gætu farið yfir þetta og komist að því að þetta væri ansi ólíklegt en þetta gerðist og við verðum að taka því,“ sagði Kjartan Atli aðspurður út í síðustu átján sekúndurnar í fjórða leikhluta. Valur vann framlenginguna með þremur stigum og að mati Kjartans áttu gestirnir þyngri högg og líkti þessu við boxbardaga. „Þetta var eins og boxbardagi sem var kominn í tólftu lotu og þá var þetta bara hvor myndi ná fastara höggi. Kristinn setti þrist í horninu sem var stór fyrir þá og þeir settu stór skot niður í framlengingunni. Takturinn var með þeim en þó munaði ekki miklu í kvöld.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, gerði 35 stig í kvöld en Kjartan var nokkuð ánægður með varnarleik liðsins gegn honum. „Framan af leik gekk mjög vel en það var erfitt þegar David Okeke lenti í villuvandræðum. Hann keyrir inn í varnirnar og krefur menn um svör og komst oft á vítalínuna,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur
Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi í framlengdum leik 100-103. Þetta var fyrsti sigur Vals á tímabilinu á meðan Álftanes hefur tapað öllum þremur leikjunum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti. Þriggja stiga karfa Taiwo Badmus, leikmanns Vals, kveikti í Álftnesingum sem gerðu ellefu stig í röð á innan við þremur mínútum. Jamil Abiad, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 13-3. Eftir leikhlé Jamil vöknuðu gestirnir til lífsins. Íslandsmeistararnir fóru aftur í ræturnar sem er varnarleikur og lokuðu á heimamenn sem gerðu aðeins sex stig á sex og hálfri mínútu. Valsmenn voru yfir eftir fyrsta fjórðung 19-20. Heimamenn tóku með sér slæman endi á fyrsta leikhluta yfir í annan leikhluta og eftir að Valur gerði fyrstu fimm stigin tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, leikhlé eftir innan við mínútu. Þróun leiksins var eins í fyrsta og öðrum leikhluta. Eftir leikhlé Kjartans kom áhlaup frá heimamönnum og Álftanes var þremur stigum yfir í hálfleik 40-37. Sherif Ali Kenny og Kári Jónsson byrjuðu seinni hálfleik á að setja niður sitt hvora þriggja stiga körfuna en það sló heimamenn ekki út af laginu. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta fóru hlutirnir að ganga betur og betur hjá heimamönnum sem gerðu sextán stig gegn aðeins tveimur stigum hjá Val. Það var ótrúleg spenna í fjórða leikhluta. Álftanes var með unninn leik í höndunum en gestirnir komu til baka. Þegar átján sekúndur voru eftir var staðan 88-82. Kristinn Pálsson setti niður þrjú vítaskot, Hörður Axel Vilhjálmsson tapaði boltanum og Taiwo Badmus setti niður þrist og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni setti Kristinn niður þrist og fékk villu að auki. Þrátt fyrir að hafa klikkað á vítinu var þetta þungur hnífur og Valsmenn fögnuðu þriggja stiga sigri 100-103. Atvik leiksins Atvik leiksins var þriggja stiga karfa Taiwo Badmus sem jafnaði leikinn og í kjölfarið var augnablikið með Valsmönnum allan tímann í framlengingunni. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus, leikmaður Vals, fór á kostum í kvöld. Þrátt fyrir að David Okeke spilaði frábæra vörn á hann gerði hann 35 stig og var stigahæstur á vellinum. Taiwo var með ís í æðunum undir lok fjórða leikhluta og setti niður þriggja stiga körfu sem kom Val í framlengingu. Eftir því sem leið á leikinn fór að losna um Kristinn Pálsson sem setti stór skot ofan í bæði í fjórða leikhluta og í framlengingunni. Kristinn endaði með 26 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Andrew Jones, Bandaríkjamaður Álftaness, náði sér ekki á strik. Andrew gerði aðeins 14 stig og tók lítið til sín þegar mest á reyndi. Dómarinn Dómarar leiksins voru Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson. Leikurinn var virkilega vel dæmdur framan af en undir lok fjórða leikhluta og í framlengingunni fór að hitna í kolunum. Heimamenn voru ósáttir við nokkrar villur sem þeir fengu dæmdar á sig en það var erfitt að segja til um það. Stemning og umgjörð Venju samkvæmt var góð stemning á Álftanesi. Stuðningsmannasveit heimamanna lét vel í sér heyra og krakkarnir voru með sína skemmtilegu fjólubláu hjálma. „Eins og boxbardagi sem var kominn í tólftu lotu“ Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi.Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var virkilega svekktur eftir þriggja stiga tap gegn Val 100-103. „Það var mjög fúlt að tapa þessum leik. Kristinn Pálsson komst á vítalínuna, við náðum ekki að koma boltanum inn og Taiwo Badmus hljóp að þriggja stiga línunni og setti þrist. Líkindafræðingar gætu farið yfir þetta og komist að því að þetta væri ansi ólíklegt en þetta gerðist og við verðum að taka því,“ sagði Kjartan Atli aðspurður út í síðustu átján sekúndurnar í fjórða leikhluta. Valur vann framlenginguna með þremur stigum og að mati Kjartans áttu gestirnir þyngri högg og líkti þessu við boxbardaga. „Þetta var eins og boxbardagi sem var kominn í tólftu lotu og þá var þetta bara hvor myndi ná fastara höggi. Kristinn setti þrist í horninu sem var stór fyrir þá og þeir settu stór skot niður í framlengingunni. Takturinn var með þeim en þó munaði ekki miklu í kvöld.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, gerði 35 stig í kvöld en Kjartan var nokkuð ánægður með varnarleik liðsins gegn honum. „Framan af leik gekk mjög vel en það var erfitt þegar David Okeke lenti í villuvandræðum. Hann keyrir inn í varnirnar og krefur menn um svör og komst oft á vítalínuna,“ sagði Kjartan Atli að lokum.