Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnarlausir Stjörnumenn Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 18:31 vísir/diego Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn. Liðin fóru ágætlega af stað en í stöðunni 9-9 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður þá skildu leiðir það sem eftir var leiks. ÍR skoraði ekki nema tvö stig í viðbót í leikhlutanum á meðan heimamenn léku við hvurn sinn fingur og tóku afgerandi forskot. ÍR tók þau skot sem Stjarnan vildi að þeir tækju og Stjarnan fékk þau skot sem þeir vildu taka. Staðan var 28-11 í leikhlutaskiptunum og nærrum því útséð með hvernig þessi leikur myndi enda. Það gekk betur hjá gestunum í öðrum leikhluta, sérstaklega sóknarlega, en Stjarnan gerður það sem þeir vildu og juku muninn hægt og rólega með góðum varnarleik og sóknarleik en ÍR var ekki mikil fyrirstaða og það hefði mátt þétta byggðina ansi vel í plássinu sem þeir skildu eftir fyrir Garðbæingana. Staðan í hálfleik var 56-34. ÍR-ingar voru betri aðilinn í níu mínútur af þriðja leikhluta, komu muninum niður í 15 stig en í þessa einu mínútu sem heimamenn voru betri þá fór munurinn aftur yfir 20 stig. ÍR var þá búið með bensínið og síðast leikhlutinn formsatriði. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 81-60 en leikurinn endaði 117-88. Stjörnumenn héldu gæðum í sínum leik og stigu aldrei af bensíngjöfinni. Héldu áfram að fá frí skot og nýttu þau. Á meðan ÍR þurfti að sætta sig við öll skot sem voru með mann í andlitinu. Atvik leiksins Það var mikið líf í leiknum og tilþrif á báða bóga þrátt fyrir mikinn mun og litla spennu. Shaquille Rombley getur svifið um loftin blá og þrátt fyrir margar tilraunir þá tókst bara einu sinni að ná viðstöðualausri troðslu en hún var rosaleg. Karfan hristist í nokkur augnablik á eftir. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson sagði í viðtali eftir leik að þetta hafi verið hinn klassíski liðssigur og það er satt. Stigahæstur var Jase Febrese með 24 stig, Ægir skoraði sjálfur 18 stig og Orri Gunnarsson virtist ekki geta klikkað á löngum stundum. Allir nema einn á skýrslu komust á blað og sex þeirra skoruðu yfir 10 stig. Eins og það voru margar stjörnur hjá heimamönnum þá voru skúrkar í hverju horni hjá ÍR. Jacob Falko komst aldrei í takt, var hreinlega ekki hleypt neitt og fékk ekki boltann. Matej Kavas fékk að taka öll þau skot sem hann vildi því hann hitti ekkert. Eini sem getur mögulega haldið höfðinu hátt var Hjálmar Örn sem skilaði 15 stigum en þau komu öll með erfiðismunum. Umgjörð og stemmning Góð stemmning hjá báðum fylkingum. Leikurinn svo sem lítið fyrir augað en það er alltaf betra þegar það eru læti í íþróttahúsunum. Dómararnir Sáust ekki og það er vel. Engar stórar ákvarðanir sem þeir þurftu að taka en nýjar áherslur um að leyfa atvikum að klárast áður en flautað er voru stundum pirrandi en ekkert til að kvarta yfir. Viðtöl: Ísak: Við erum bara lélegir Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wium, var náttúrlega hundfúll eftir leikinn í kvöld. Hann virtist rýna djúpt í tölfræðiblaðið áður en hann kom í viðtal og var spurður hvað hann sæi úr því. „Það þarf ekki að rýna lengi í það til að sjá hversu ógeðslega lélegir við vorum í kvöld. Það er búið að vera vandamál hjá okkur og toppaði sig í dag.“ Var vandamálið meira að ÍR væru lélegir eða að Stjörnumenn væru svona góðir? „Þeir eru fínir. Við vorum afskaplega lélegir þannig að eigum við ekki að segja að við höfum verið lélegir.“ Var það eitthvað sérstakt hjá ÍR sem pirraði Ísak í kvöld. „Við erum lélegir í vörn. Ég ætla ekki að benda dýpra en það. Við gáfum Stjörnunni ágætis skotæfingu, þeir skutu 50% úr þristum og í heild og tóku samt 16 sóknarfráköst. Það segir ýmislegt.“ Ísak tók sér smá tíma til að svara síðustu spurningu blaðamanns en hún var hin klassíska um það hvort það þyrfti einhverjar mannabreytingar. „Það er ekki í lagi að tapa með 30 stigum í þriðju umferð. Það þarf bara að setjast niður og skoða hvað er að hjá liðinu.“ Baldur: Bara ánægður með þetta Þjálfari Stjörnunnar var hinsvegar kampakátur með leik sinna manna. Baldur Þór Ragnarsson var spurður fyrst og fremst að því hvort það væri eitthvað út á þennan leik að setja. „Nei bara ekki neitt. Sannfærandi sigur þar sem við byrjum sterkt og spiluðum frábæran fyrri hálfleik sem skóp þennan sigur. Þeir náðu áhlaupi í seinni og við náum svo að bæta í aftur. Bara ánægður með þetta.“ Því tengt, hversu ánægður var Baldur með það að leikurinn færi ekki í eitthvað rugl þegar ÍR náði áhlaupi í þriðja leikhluta? „Mjög ánægður með það. Það gerist mjög oft að hitt liðið nái áhlaupi þegar lið ná 20 stiga mun snemma. Ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við og snerum þessu aftur okkur í vil.“ Fékk Baldur allt það sem hann vildi úr þessum leik? „Já ég held að það sé einfalda svarið. Ég er sáttur við þennan leik og svo þarf bara, hið klassíska, að vinna í því sem þarf að bæta og áfram gakk.“ „Menn vilja þetta. Við erum öll að reyna að vinna alla leiki en svo eru aðrir hlutir sem menn vilja vinna líka og það er gott að geta komið því fyrir“, sagði Baldur að lokum þegar hann var spurður að því hvort það væri ánægjulegt að geta gefið öllum leikmönnum góðar mínútur í kvöld. Bónus-deild karla Stjarnan ÍR
Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn. Liðin fóru ágætlega af stað en í stöðunni 9-9 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður þá skildu leiðir það sem eftir var leiks. ÍR skoraði ekki nema tvö stig í viðbót í leikhlutanum á meðan heimamenn léku við hvurn sinn fingur og tóku afgerandi forskot. ÍR tók þau skot sem Stjarnan vildi að þeir tækju og Stjarnan fékk þau skot sem þeir vildu taka. Staðan var 28-11 í leikhlutaskiptunum og nærrum því útséð með hvernig þessi leikur myndi enda. Það gekk betur hjá gestunum í öðrum leikhluta, sérstaklega sóknarlega, en Stjarnan gerður það sem þeir vildu og juku muninn hægt og rólega með góðum varnarleik og sóknarleik en ÍR var ekki mikil fyrirstaða og það hefði mátt þétta byggðina ansi vel í plássinu sem þeir skildu eftir fyrir Garðbæingana. Staðan í hálfleik var 56-34. ÍR-ingar voru betri aðilinn í níu mínútur af þriðja leikhluta, komu muninum niður í 15 stig en í þessa einu mínútu sem heimamenn voru betri þá fór munurinn aftur yfir 20 stig. ÍR var þá búið með bensínið og síðast leikhlutinn formsatriði. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 81-60 en leikurinn endaði 117-88. Stjörnumenn héldu gæðum í sínum leik og stigu aldrei af bensíngjöfinni. Héldu áfram að fá frí skot og nýttu þau. Á meðan ÍR þurfti að sætta sig við öll skot sem voru með mann í andlitinu. Atvik leiksins Það var mikið líf í leiknum og tilþrif á báða bóga þrátt fyrir mikinn mun og litla spennu. Shaquille Rombley getur svifið um loftin blá og þrátt fyrir margar tilraunir þá tókst bara einu sinni að ná viðstöðualausri troðslu en hún var rosaleg. Karfan hristist í nokkur augnablik á eftir. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson sagði í viðtali eftir leik að þetta hafi verið hinn klassíski liðssigur og það er satt. Stigahæstur var Jase Febrese með 24 stig, Ægir skoraði sjálfur 18 stig og Orri Gunnarsson virtist ekki geta klikkað á löngum stundum. Allir nema einn á skýrslu komust á blað og sex þeirra skoruðu yfir 10 stig. Eins og það voru margar stjörnur hjá heimamönnum þá voru skúrkar í hverju horni hjá ÍR. Jacob Falko komst aldrei í takt, var hreinlega ekki hleypt neitt og fékk ekki boltann. Matej Kavas fékk að taka öll þau skot sem hann vildi því hann hitti ekkert. Eini sem getur mögulega haldið höfðinu hátt var Hjálmar Örn sem skilaði 15 stigum en þau komu öll með erfiðismunum. Umgjörð og stemmning Góð stemmning hjá báðum fylkingum. Leikurinn svo sem lítið fyrir augað en það er alltaf betra þegar það eru læti í íþróttahúsunum. Dómararnir Sáust ekki og það er vel. Engar stórar ákvarðanir sem þeir þurftu að taka en nýjar áherslur um að leyfa atvikum að klárast áður en flautað er voru stundum pirrandi en ekkert til að kvarta yfir. Viðtöl: Ísak: Við erum bara lélegir Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wium, var náttúrlega hundfúll eftir leikinn í kvöld. Hann virtist rýna djúpt í tölfræðiblaðið áður en hann kom í viðtal og var spurður hvað hann sæi úr því. „Það þarf ekki að rýna lengi í það til að sjá hversu ógeðslega lélegir við vorum í kvöld. Það er búið að vera vandamál hjá okkur og toppaði sig í dag.“ Var vandamálið meira að ÍR væru lélegir eða að Stjörnumenn væru svona góðir? „Þeir eru fínir. Við vorum afskaplega lélegir þannig að eigum við ekki að segja að við höfum verið lélegir.“ Var það eitthvað sérstakt hjá ÍR sem pirraði Ísak í kvöld. „Við erum lélegir í vörn. Ég ætla ekki að benda dýpra en það. Við gáfum Stjörnunni ágætis skotæfingu, þeir skutu 50% úr þristum og í heild og tóku samt 16 sóknarfráköst. Það segir ýmislegt.“ Ísak tók sér smá tíma til að svara síðustu spurningu blaðamanns en hún var hin klassíska um það hvort það þyrfti einhverjar mannabreytingar. „Það er ekki í lagi að tapa með 30 stigum í þriðju umferð. Það þarf bara að setjast niður og skoða hvað er að hjá liðinu.“ Baldur: Bara ánægður með þetta Þjálfari Stjörnunnar var hinsvegar kampakátur með leik sinna manna. Baldur Þór Ragnarsson var spurður fyrst og fremst að því hvort það væri eitthvað út á þennan leik að setja. „Nei bara ekki neitt. Sannfærandi sigur þar sem við byrjum sterkt og spiluðum frábæran fyrri hálfleik sem skóp þennan sigur. Þeir náðu áhlaupi í seinni og við náum svo að bæta í aftur. Bara ánægður með þetta.“ Því tengt, hversu ánægður var Baldur með það að leikurinn færi ekki í eitthvað rugl þegar ÍR náði áhlaupi í þriðja leikhluta? „Mjög ánægður með það. Það gerist mjög oft að hitt liðið nái áhlaupi þegar lið ná 20 stiga mun snemma. Ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við og snerum þessu aftur okkur í vil.“ Fékk Baldur allt það sem hann vildi úr þessum leik? „Já ég held að það sé einfalda svarið. Ég er sáttur við þennan leik og svo þarf bara, hið klassíska, að vinna í því sem þarf að bæta og áfram gakk.“ „Menn vilja þetta. Við erum öll að reyna að vinna alla leiki en svo eru aðrir hlutir sem menn vilja vinna líka og það er gott að geta komið því fyrir“, sagði Baldur að lokum þegar hann var spurður að því hvort það væri ánægjulegt að geta gefið öllum leikmönnum góðar mínútur í kvöld.