Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Árni Sæberg skrifar 17. október 2024 16:51 Frá vinstri: H.E. Kalistat Lund, ráðherra landbúnaðar-, orku- og umhverfismála á Grænlandi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi. Icelandair Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland. Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland.
Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira