Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 19:46 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur að því er virðist ákveðið að snúa aftur til Veszprém. Getty/Tom Weller Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu. Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu.
Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira