Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 19:46 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur að því er virðist ákveðið að snúa aftur til Veszprém. Getty/Tom Weller Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu. Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Þór Ak. | Geta sent Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu.
Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Þór Ak. | Geta sent Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira