Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 19:46 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur að því er virðist ákveðið að snúa aftur til Veszprém. Getty/Tom Weller Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu. Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu.
Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira