Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um að ísraelski herinn hefði drepið Sinwar.
Leiðtoginn var felldur í átökum á sunnanverðu Gasa í dag. Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og fyrirskipað loftárás. Myndir frá vettvangi rötuðu fljótt á samfélagsmiðla.
Netanjahú sagði fall Sinwar „högg fyrir illskuna“ en varaði við því að verkefninu framundan væri ekki lokið. Ísraelar þurfi að halda áfram að vinna þar til stríðinu lýkur.
„Við sýndum í dag að allir þeir sem reyna að valda okkur skaða, munu líða fyrir það. Við sýndum líka hvernig góð öfl get alltaf unnið bug á illum öflum og svartmætti. Stríðið heldur áfram og mun kosta sitt.“
Til ísraelsku þjóðarinnar hafði hann þau skilaboð að framundan væru margar áskoranir.
„Við munum ekki stöðva stríðið. Við munum halda inn á Rafah.“