Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 10:31 Aitana Bonmati hefur spilað frábærlega með frábæru liði Barcelona en álagið á henni hefur verið mikið. Nú fær hún hvíld frá næsta verkefni landsliðsins. Getty/Florencia Tan Jun Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja. Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi. Spænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi.
Spænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira