„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. október 2024 10:01 Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football, er snúsari, sem í heimilisverkunum segist komast betur frá því að skúra gólfið en að sjá um þvottinn. Þar eru meiri líkur en minni á að kvartað sé undan því að hann geri eitthvað vitlaust. Vísir/Vilhelm Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan á símanum hringir klukkan 07:30 á virkum dögum. Viðurkenni að í kjölfarið hefst bardagi við „snooze“ takkann sem yfirleitt skilar sér í því að maður er kominn á lappirnar um tíu mínútum síðar. Stundum þarf ég að vakna fyrr, þegar Wolt eru með svokallaða „global“ fundi í gegnum fjarfundarbúnað, en þeir fundir hefjast klukkan sjö á morgnana, þar vinnur tímamismunurinn við Evrópu gegn manni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að kanna stöðuna á eldri dóttur minni, hún er 10 ára og er morgunhaninn í fjölskyldunni, yfirleitt er hún kominn fram úr á undan mér og fyrirskipar mér að græja nestið fyrir skólann og morgunmat. Fljótlega eftir það þá ræsi ég kaffivélina sem spilar lykilhlutverk á heimilinu á morgnana. Ég byrjaði seint að drekka kaffi, eða fyrir um fimm árum síðan, en núna er þetta brýnasta lífsnauðsyn um átta leytið til að koma sér af stað út í daginn.“ Hvort myndir þú frekar bjóða þig fram í: Að skúra eða ganga frá þvottinum? Miðað við núverandi verkaskiptingu á heimilinu myndi ég alltaf taka fyrri valkostinn, að skúra gólfin. Ég kæmist betur frá því verkefni, þegar ég tek þvottamálin í mínar hendur að þá fylgja því yfirleitt alvarlegar athugasemdir frá öðrum fjölskyldumeðlimum, til dæmis að ég hafi stillt vélina vitlaust eða flokkað þvottinn með röngum hætti. Hins vegar hefur enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað gólfin, ekki enn að minnsta kosti.“ Jóhann segir allar líkur á að hann mæti ekki á fundi sem ekki eru bókaðir í dagatalið. Daglega uppfærir hann handskrifaðan verkefnalista í stílabók, sem hann segir svo sem ekki fullkomið skipulag en aðferð sem virkar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er hægt og bítandi að koma mér inn nýja starfið mitt hjá Wolt á Íslandi en ég byrjaði þar í byrjun september. Það voru mikil viðbrigði að fara úr fyrirtæki sem telur tvo starfsmenn á skrifstofu yfir alþjóðlegt fyrirtæki sem telur yfir 12 þúsund starfsmenn í 29 löndum. Síðasta vika var sérlega skemmtileg þar sem ég heimsótti skrifstofur Wolt í Noregi á sama tíma og Wolt fagnaði tíu ára starfsafmæli sínu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta mér tæknina til hins ýtrasta hvort sem um ræðir verkefnastjórnunarkerfi eða dagatalið í tölvunni, í raun er það þannig að ef fundarboðið fer ekki í dagatalið þá eru allar líkur á að ég mæti ekki á fundinn. Að sama skapi er ég alltaf með minn einfalda „to-do“ lista handskrifaðan í stílabók sem ég uppfæri á hverjum einasta morgni, inn á þann lista fara hlutir sem ég verð að gefa mér tíma í yfir daginn, ekki fullkomið skipulag en virkar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er þessi hefðbundni næturhrafn, B-týpa, sem hefur verið gert að aðlaga mig að samfélagslegum þörfum A-týpunar. Ég reyni að vera kominn upp í rúmið um miðnættið en það tekst alls ekki alltaf, ætli heiðarlegasta svarið sé ekki yfirleitt um hálf eitt leytið, svo svífur maður inn í draumalandið hálftíma síðar.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan á símanum hringir klukkan 07:30 á virkum dögum. Viðurkenni að í kjölfarið hefst bardagi við „snooze“ takkann sem yfirleitt skilar sér í því að maður er kominn á lappirnar um tíu mínútum síðar. Stundum þarf ég að vakna fyrr, þegar Wolt eru með svokallaða „global“ fundi í gegnum fjarfundarbúnað, en þeir fundir hefjast klukkan sjö á morgnana, þar vinnur tímamismunurinn við Evrópu gegn manni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að kanna stöðuna á eldri dóttur minni, hún er 10 ára og er morgunhaninn í fjölskyldunni, yfirleitt er hún kominn fram úr á undan mér og fyrirskipar mér að græja nestið fyrir skólann og morgunmat. Fljótlega eftir það þá ræsi ég kaffivélina sem spilar lykilhlutverk á heimilinu á morgnana. Ég byrjaði seint að drekka kaffi, eða fyrir um fimm árum síðan, en núna er þetta brýnasta lífsnauðsyn um átta leytið til að koma sér af stað út í daginn.“ Hvort myndir þú frekar bjóða þig fram í: Að skúra eða ganga frá þvottinum? Miðað við núverandi verkaskiptingu á heimilinu myndi ég alltaf taka fyrri valkostinn, að skúra gólfin. Ég kæmist betur frá því verkefni, þegar ég tek þvottamálin í mínar hendur að þá fylgja því yfirleitt alvarlegar athugasemdir frá öðrum fjölskyldumeðlimum, til dæmis að ég hafi stillt vélina vitlaust eða flokkað þvottinn með röngum hætti. Hins vegar hefur enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað gólfin, ekki enn að minnsta kosti.“ Jóhann segir allar líkur á að hann mæti ekki á fundi sem ekki eru bókaðir í dagatalið. Daglega uppfærir hann handskrifaðan verkefnalista í stílabók, sem hann segir svo sem ekki fullkomið skipulag en aðferð sem virkar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er hægt og bítandi að koma mér inn nýja starfið mitt hjá Wolt á Íslandi en ég byrjaði þar í byrjun september. Það voru mikil viðbrigði að fara úr fyrirtæki sem telur tvo starfsmenn á skrifstofu yfir alþjóðlegt fyrirtæki sem telur yfir 12 þúsund starfsmenn í 29 löndum. Síðasta vika var sérlega skemmtileg þar sem ég heimsótti skrifstofur Wolt í Noregi á sama tíma og Wolt fagnaði tíu ára starfsafmæli sínu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta mér tæknina til hins ýtrasta hvort sem um ræðir verkefnastjórnunarkerfi eða dagatalið í tölvunni, í raun er það þannig að ef fundarboðið fer ekki í dagatalið þá eru allar líkur á að ég mæti ekki á fundinn. Að sama skapi er ég alltaf með minn einfalda „to-do“ lista handskrifaðan í stílabók sem ég uppfæri á hverjum einasta morgni, inn á þann lista fara hlutir sem ég verð að gefa mér tíma í yfir daginn, ekki fullkomið skipulag en virkar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er þessi hefðbundni næturhrafn, B-týpa, sem hefur verið gert að aðlaga mig að samfélagslegum þörfum A-týpunar. Ég reyni að vera kominn upp í rúmið um miðnættið en það tekst alls ekki alltaf, ætli heiðarlegasta svarið sé ekki yfirleitt um hálf eitt leytið, svo svífur maður inn í draumalandið hálftíma síðar.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03
Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01
„Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01