Cheryl kvartar yfir fjölmiðlaumfjöllun um Liam Payne Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 21:53 Liam og Cheryl voru par 2016 til 2018, og saman eiga þau strákinn Bear. Getty Cheryl Ann Tweedy, söng- og sjónvarpskona og barnsmóðir Liam Payne, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um dauða Liams í færslu á Instagram í dag. Nú muni sonur þeirra aldrei sjá föður sinn aftur. Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell) Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell)
Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira