Öll augu eru á Suðvesturkjördæmi bæði hvað varðar uppröðun á lista Samfylkingarinnar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á morgun. Við greinum stöðuna með prófessor í stjórnmálafræði.
Við heimsækjum nýja frjósemisstofu sem var að hefja starfsemi hér á landi. Stofan mun bjóða upp á greiningu á genagöllum í fósturvísum sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma.
Við verðum í beinni útsendingu frá hátíðarkvöldverði Félags íslenskra gullsmiða á Hótel Borg og líka frá heimeistaramótinu í bakgarðshlaupum sem fram fer í Elliðaárdal.