Innlent

Stjórn­laus ras­ismi og spenna í Kraganum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.  

Öll augu eru á Suðvesturkjördæmi bæði hvað varðar uppröðun á lista Samfylkingarinnar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á morgun. Við greinum stöðuna með prófessor í stjórnmálafræði. 

Við heimsækjum nýja frjósemisstofu sem var að hefja starfsemi hér á landi. Stofan mun bjóða upp á greiningu á genagöllum í fósturvísum sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma.

Við verðum í beinni útsendingu frá hátíðarkvöldverði Félags íslenskra gullsmiða á Hótel Borg og líka frá heimeistaramótinu í bakgarðshlaupum sem fram fer í Elliðaárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×