„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 22:17 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sakar Hezbollah um að hafa reynt að ráða sig af dögum. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Innlent Skora á Höllu að stoppa Bjarna Innlent Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Fleiri fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Innlent Skora á Höllu að stoppa Bjarna Innlent Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Fleiri fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Sjá meira