Í átt að betra Íslandi – stjórnmál sem skila árangri Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 11:32 Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar