Sænskir fjölmiðlar greina frá því að tilkynning um slysið hafi komið skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang var ljóst að bíll hafði þar velt.
Fram kemur að ungmennin áttu öll heima í Luleå en slysið varð við Brandön, um 25 kílómetra norður af Luleå.
Lögregla hefur hafið rannsókn á slysinu og segir talsmaður lögreglu að til standi að yfirheyra einhverja í tengslum við slysið.