Eitraður starfsmaður og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2024 07:03 Það er oft talað um eitraða vinnustaðamenningu eða eitraða stjórnarhætti. Jafnvel eitraða karlmennsku eða eitraða ást. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann í teyminu? Vísir/Getty Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? Sem auðvitað á líka við og getur stundum verið nokkuð flókið mál. Enda uppsagnir ekki á allra færi. Á sumum vinnustöðum jafnvel ekki mögulegur valkostur nema að afloknu löngu og flóknu ferli. Á dögunum fjallaði FastCompany stuttlega um þetta, með því að gefa stjórnendum tvö ráð, sem hljóma í megindráttum svona: 1. Rétt skal vera rétt Það fyrsta sem hver og einn þarf að gera er að líta í eigin barm: Er þetta viðhorf þitt alls kostar rétt? Eða er eitthvað að hafa áhrif á það hvernig þér finnst viðkomandi? Er viðkomandi starfsmaður kannski einstaklingur sem ögrar þér sem stjórnandi? Véfengir stundum eða gagnrýnir? Starfsmaður sem þú leggur þig ekki fram um að styðja? Eða er þetta fyrir alvöru starfsmaður sem þú telur eitraðan fyrir vinnustaðinn? Og ef já, hvað er það sem rökstyður þessa niðurstöðu þína? 2. Að hlusta sérstaklega vel Næst er að kryfja málin svolítið og kortleggja hvenær þér finnst einhver hegðun koma þannig fram að við henni þarf að bregðast. Til þess að koma í veg fyrir að neikvæðnin smiti út frá sér. Ein góð leið er að leggja sig sérstaklega fram við að hlusta alltaf á viðkomandi, áður en þú svarar en sýna þó frumkvæði í að kalla fram álit viðkomandi. Hvernig? Jú, tökum dæmi: Segjum sem svo að þú sért í samtali við viðkomandi eða að leiðbeina um eitthvað en heyrir, sérð og upplifir á svöruninni sem þú færð, að viðkomandi er ekki sammála eða sátt/ur. Þá er upplagt að spyrja: Ég sé að þú ert ekki alveg sammála. Hvernig fyndist þér að þetta ætti að vera? Eða: Ég veit að þetta er að fara í taugarnar á þér, en við þurfum samt að geta rætt þetta. Mundu samt alltaf að markmiðið þitt er fyrst og fremst að hlusta mjög vel á viðkomandi og vanda þig í tali þannig að þú sért að vinna að uppbyggilegum og jákvæðum samskiptum. Óháð því hvernig viðkomandi hegðar sér. Að leita til fagaðila Oft lagast hlutirnir á ótrúlega jákvæðan máta, þegar að við sjálf leggjum okkur betur fram í hreinskiptum og góðum samskiptum. Stjórnendur ættu þó ekki að hika við að leita til fagaðila eða mannauðssviðs til stuðnings. Í dag er orðið mun algengara að stjórnendur njóti stuðnings í starfsmannamálum. Hvort sem sá stuðningur kemur innan frá eða utan frá. Þá er gott að hafa í huga að neikvæð hegðun eða viðhorf starfsmanns til stjórnanda eða vinnustaðar, hefur oftast erfið og neikvæð áhrif á samstarfsfólk. Erfiðleikarnir geta því undið upp á sig ef ekkert er að gert. Góðu ráðin Streita og kulnun Tengdar fréttir Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. 24. apríl 2024 07:01 Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00 Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Sem auðvitað á líka við og getur stundum verið nokkuð flókið mál. Enda uppsagnir ekki á allra færi. Á sumum vinnustöðum jafnvel ekki mögulegur valkostur nema að afloknu löngu og flóknu ferli. Á dögunum fjallaði FastCompany stuttlega um þetta, með því að gefa stjórnendum tvö ráð, sem hljóma í megindráttum svona: 1. Rétt skal vera rétt Það fyrsta sem hver og einn þarf að gera er að líta í eigin barm: Er þetta viðhorf þitt alls kostar rétt? Eða er eitthvað að hafa áhrif á það hvernig þér finnst viðkomandi? Er viðkomandi starfsmaður kannski einstaklingur sem ögrar þér sem stjórnandi? Véfengir stundum eða gagnrýnir? Starfsmaður sem þú leggur þig ekki fram um að styðja? Eða er þetta fyrir alvöru starfsmaður sem þú telur eitraðan fyrir vinnustaðinn? Og ef já, hvað er það sem rökstyður þessa niðurstöðu þína? 2. Að hlusta sérstaklega vel Næst er að kryfja málin svolítið og kortleggja hvenær þér finnst einhver hegðun koma þannig fram að við henni þarf að bregðast. Til þess að koma í veg fyrir að neikvæðnin smiti út frá sér. Ein góð leið er að leggja sig sérstaklega fram við að hlusta alltaf á viðkomandi, áður en þú svarar en sýna þó frumkvæði í að kalla fram álit viðkomandi. Hvernig? Jú, tökum dæmi: Segjum sem svo að þú sért í samtali við viðkomandi eða að leiðbeina um eitthvað en heyrir, sérð og upplifir á svöruninni sem þú færð, að viðkomandi er ekki sammála eða sátt/ur. Þá er upplagt að spyrja: Ég sé að þú ert ekki alveg sammála. Hvernig fyndist þér að þetta ætti að vera? Eða: Ég veit að þetta er að fara í taugarnar á þér, en við þurfum samt að geta rætt þetta. Mundu samt alltaf að markmiðið þitt er fyrst og fremst að hlusta mjög vel á viðkomandi og vanda þig í tali þannig að þú sért að vinna að uppbyggilegum og jákvæðum samskiptum. Óháð því hvernig viðkomandi hegðar sér. Að leita til fagaðila Oft lagast hlutirnir á ótrúlega jákvæðan máta, þegar að við sjálf leggjum okkur betur fram í hreinskiptum og góðum samskiptum. Stjórnendur ættu þó ekki að hika við að leita til fagaðila eða mannauðssviðs til stuðnings. Í dag er orðið mun algengara að stjórnendur njóti stuðnings í starfsmannamálum. Hvort sem sá stuðningur kemur innan frá eða utan frá. Þá er gott að hafa í huga að neikvæð hegðun eða viðhorf starfsmanns til stjórnanda eða vinnustaðar, hefur oftast erfið og neikvæð áhrif á samstarfsfólk. Erfiðleikarnir geta því undið upp á sig ef ekkert er að gert.
Góðu ráðin Streita og kulnun Tengdar fréttir Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. 24. apríl 2024 07:01 Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00 Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. 24. apríl 2024 07:01
Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00
Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00
Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00