Kennarar eru alls konar Anton Már Gylfason skrifar 21. október 2024 07:32 Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun