Samkvæmt heimildum fréttastofu er sá fundur fyrirhugaður um hádegisbil í dag. Þegar búið sé að kanna hvernig landið liggur verður í framhaldinu mögulega hægt að boða til þingfundar.
Óvissa hefur verið um afgreiðslu fjárlaga eftir að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna var slitið, en almenn samstaða virðist vera um það á þingi að einangra vinnuna þar við afgreiðslu fjárlaga. Þingkosningar eru á dagskrá 30. nóvember og er ljóst að hlé verður gert á þingstörfum nokkuð fyrir þann tíma.
Á næstu sólarhringum er von á nokkrum viðbótarfrumvörpum fjármálaráðherra sem snúa að tekjuhlið fjárlaga og eru þau meðal þess sem verður til umræðu á fundi ráðherranns og flokksformanna í dag .
Fundur er sömuleiðis fyrirhugaður í fjárlaganefnd klukkan 9:30 í dag og er sömuleiðis gert ráð fyrir frekari fundum þar.