Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:16 Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og starfandi forstöðumaður Stuðla. Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi. Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi.
Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira