Sjávarorka; stefnuleysi og fordómar flokkanna Valdimar Össurarson skrifar 21. október 2024 13:31 Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Sitjandi stjórnarflokkar hafa að mörgu leyti brugðist væntingum kjósenda og þjóðarinnar, t.d. í húsnæðis- og efnahagsmálum og síðast með því að blása til haustkosninga í miðri fjárlagagerð, vegna eiginhagsmuna. Hvergi nær ábyrgðarleysi stjórnmálaflokkanna hærri hæðum en í þeim umhverfis- og orkumálum sem varða stærstu orkuauðlind þjóðarinnar; sjávarorku. Þá sök eiga allir flokkar á þingi sameiginlega. Flokkarnir hafa litið framhjá eftirfarandi staðreyndum: Sjávarorka er stærsta orkuauðlind Íslendinga. Þó stjórnvöld hafi vanrækt allar rannsóknir má með samanburði við önnur lönd áætla að hér við land sé heildarorka sjávarfalla ekki undir 340 TWst á ári, og að virkjanlegur hluti hennar sé langtum meiri en allrar núverandi vatnsfalla- og gufuorku samanlagt, en hún er um 20 TWst á ári. Sjávarfallaorku má nýta víða við Íslandsstrendur, ekki síst á „köldum svæðum“ s.s. Vestfjörðum. T.d. með hinum íslenska hverfli sem Valorka þróar, en stjórnvöld hafa staðið í vegi þeirrar þróunar með sofandahætti sínum. Hverfillinn gæti verið tilbúinn til notkunar innan fárra ára, fáist áframhaldandi stuðningur við þróun hans. Flestar iðnvæddar þjóðir standa Íslendingum framar í tækniþróun á sviði sjávarorku. T.d. eru Færeyingar þegar farnir að nýta sína sjávarfallastrauma meðan hérlend stjórnvöld sofa. Yfir 70% Íslendinga vilja að sjávarfallaorka verði næsti valkostur þjóðarinnar þegar svara þarf aukinni orkueftirspurn. Mun færri vilja vatnsfallaorku og aðeins lítill hluti aðhyllist vindorku. Alþingi samþykkti í þingsályktun árið 2014 að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Þrátt fyrir stöðugar áminningar hefur allt þingmannaliðið sofið þyrnirósarsvefni og svikist um að hefja þessar mikilvægu rannsóknir. Hávært gaspur þingmanna um yfirvofandi „orkuskort sem muni bitna á heimilum Íslendinga“ er innantómt skrum. Langmestur hluti okkar orkuframleiðslu fer til stóriðju og annarra stórnotenda og hægur vandi er að stýra þeirri orkunýtingu án tjóns fyrir heimilin. Þrýstingur sumra þingmanna á vatnsaflsvirkjanir og vindmylluskóga virðist til kominn af eiginhagsmunapoti en ekki samfélagslegri nauðsyn. Hinsvegar þarf augljóslega aukna orku þegar þjóðinni fjölgar og orkuskipti banka uppá. Þá orku liggur beinast við að sækja í virkjun sjávarfalla, þar sem umhverfisáhrif eru hverfandi; og stórum minni en vegna vind- og vatnsfallavirkjana. En hvað hyggjast flokkarnir fyrir eftir kosningar? Lítum nánar á fyrirliggjandi stefnuskrár flokka í þessum málum: Sjálfstæðisflokkur leggur mikla áherslu á fjölgun vatnsaflsvirkjana og óðauppbyggingu vindmylla en minnist hvergi á sjávarorku í sinni stefnuskrá. Flokkurinn lítur algerlega framhjá skaðsemi vatnsaflsvirkjana og vindvirkjana á umhverfið. Ekki er að finna stakt orð um sjávarorku. Framsóknarflokkur vill auka orkuframleiðslu, undir yfirskini orkuöryggis og orkuskipta. Lítur framhjá samsetningu orkumarkaðarins, líkt og Sjálfstæðisflokkur. Sama ofuráhersla er þar á vatnsafl og óðauppbyggingu vindorkuvera, án tillits til neikvæð áhrifa. Jákvætt virðist að flokkurinn leggur áherslu á nýsköpun í orkumálum; en afar ótrúverðugt í ljósi þess að í stjórnartíð flokksins hefur eina verkefni Íslendinga á sviði sjávarorku verið haldið í fjársvelti og stöðvun. Hvergi er minnst orði á sjávarorku. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í stefnu sinni sérstakan kafla um „auðlindir hafs og stranda“, en minnist þar ekki einu orði á sjávarorku. Örlitla vonarglætu má þó sjá í orkukaflanun, þar sem styðja skal við rannsóknir á nýjum sjálfbærum orkulindum, án frekari skýringa. En flokkurinn hefur hvorki, frekar en aðrir, stutt eina verkefnið á sviði sjávarorkutækni né hafið rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Miðflokkurinn hefur mjög almennt og yfirborðskennt orðalag um orkumál í sinni stefnu. Þó þar sé forðast að minnast á einstakar orkuauðlindir hafa forráðamenn flokksins þrýst mjög á um frekari vatnsvirkjanir í ræðum sínum. Hvergi er minnst á sjávarorku; stærstu orkuauðlind þjóðsrinnar. Samfylkingin minnist ekki heldur einu orði á sjávarorku í nýrri stefnu sinni í orkumálum, þó flokkurinn forðist daður við frekari vatns- og vindvirkjanir. Hann hefur ekki heldur fylgt eftir þingsályktunartillögu sinni, sem Alþingi samþykkti samhljóða fyrir 10 árum, að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland; þrátt fyrir áminningar þar um. Viðreisn, Píratar, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn virðast ekki hafa neina stefnu um einstakar orkuauðlindir þjóðarinnar, heldur birta einungis almenna stefnu, t.d. um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ég hvet kjósendur til að hugsa sjálfstætt í þessum efnum; inna frambjóðendur eftir stefnu þeirra á þessu sviði á framboðsfundum sem framundan eru, og hafa svörin í huga þegar krossað er á seðil. Höfundur er frumkvöðull um sjávarorkunýtingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Sitjandi stjórnarflokkar hafa að mörgu leyti brugðist væntingum kjósenda og þjóðarinnar, t.d. í húsnæðis- og efnahagsmálum og síðast með því að blása til haustkosninga í miðri fjárlagagerð, vegna eiginhagsmuna. Hvergi nær ábyrgðarleysi stjórnmálaflokkanna hærri hæðum en í þeim umhverfis- og orkumálum sem varða stærstu orkuauðlind þjóðarinnar; sjávarorku. Þá sök eiga allir flokkar á þingi sameiginlega. Flokkarnir hafa litið framhjá eftirfarandi staðreyndum: Sjávarorka er stærsta orkuauðlind Íslendinga. Þó stjórnvöld hafi vanrækt allar rannsóknir má með samanburði við önnur lönd áætla að hér við land sé heildarorka sjávarfalla ekki undir 340 TWst á ári, og að virkjanlegur hluti hennar sé langtum meiri en allrar núverandi vatnsfalla- og gufuorku samanlagt, en hún er um 20 TWst á ári. Sjávarfallaorku má nýta víða við Íslandsstrendur, ekki síst á „köldum svæðum“ s.s. Vestfjörðum. T.d. með hinum íslenska hverfli sem Valorka þróar, en stjórnvöld hafa staðið í vegi þeirrar þróunar með sofandahætti sínum. Hverfillinn gæti verið tilbúinn til notkunar innan fárra ára, fáist áframhaldandi stuðningur við þróun hans. Flestar iðnvæddar þjóðir standa Íslendingum framar í tækniþróun á sviði sjávarorku. T.d. eru Færeyingar þegar farnir að nýta sína sjávarfallastrauma meðan hérlend stjórnvöld sofa. Yfir 70% Íslendinga vilja að sjávarfallaorka verði næsti valkostur þjóðarinnar þegar svara þarf aukinni orkueftirspurn. Mun færri vilja vatnsfallaorku og aðeins lítill hluti aðhyllist vindorku. Alþingi samþykkti í þingsályktun árið 2014 að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Þrátt fyrir stöðugar áminningar hefur allt þingmannaliðið sofið þyrnirósarsvefni og svikist um að hefja þessar mikilvægu rannsóknir. Hávært gaspur þingmanna um yfirvofandi „orkuskort sem muni bitna á heimilum Íslendinga“ er innantómt skrum. Langmestur hluti okkar orkuframleiðslu fer til stóriðju og annarra stórnotenda og hægur vandi er að stýra þeirri orkunýtingu án tjóns fyrir heimilin. Þrýstingur sumra þingmanna á vatnsaflsvirkjanir og vindmylluskóga virðist til kominn af eiginhagsmunapoti en ekki samfélagslegri nauðsyn. Hinsvegar þarf augljóslega aukna orku þegar þjóðinni fjölgar og orkuskipti banka uppá. Þá orku liggur beinast við að sækja í virkjun sjávarfalla, þar sem umhverfisáhrif eru hverfandi; og stórum minni en vegna vind- og vatnsfallavirkjana. En hvað hyggjast flokkarnir fyrir eftir kosningar? Lítum nánar á fyrirliggjandi stefnuskrár flokka í þessum málum: Sjálfstæðisflokkur leggur mikla áherslu á fjölgun vatnsaflsvirkjana og óðauppbyggingu vindmylla en minnist hvergi á sjávarorku í sinni stefnuskrá. Flokkurinn lítur algerlega framhjá skaðsemi vatnsaflsvirkjana og vindvirkjana á umhverfið. Ekki er að finna stakt orð um sjávarorku. Framsóknarflokkur vill auka orkuframleiðslu, undir yfirskini orkuöryggis og orkuskipta. Lítur framhjá samsetningu orkumarkaðarins, líkt og Sjálfstæðisflokkur. Sama ofuráhersla er þar á vatnsafl og óðauppbyggingu vindorkuvera, án tillits til neikvæð áhrifa. Jákvætt virðist að flokkurinn leggur áherslu á nýsköpun í orkumálum; en afar ótrúverðugt í ljósi þess að í stjórnartíð flokksins hefur eina verkefni Íslendinga á sviði sjávarorku verið haldið í fjársvelti og stöðvun. Hvergi er minnst orði á sjávarorku. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í stefnu sinni sérstakan kafla um „auðlindir hafs og stranda“, en minnist þar ekki einu orði á sjávarorku. Örlitla vonarglætu má þó sjá í orkukaflanun, þar sem styðja skal við rannsóknir á nýjum sjálfbærum orkulindum, án frekari skýringa. En flokkurinn hefur hvorki, frekar en aðrir, stutt eina verkefnið á sviði sjávarorkutækni né hafið rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Miðflokkurinn hefur mjög almennt og yfirborðskennt orðalag um orkumál í sinni stefnu. Þó þar sé forðast að minnast á einstakar orkuauðlindir hafa forráðamenn flokksins þrýst mjög á um frekari vatnsvirkjanir í ræðum sínum. Hvergi er minnst á sjávarorku; stærstu orkuauðlind þjóðsrinnar. Samfylkingin minnist ekki heldur einu orði á sjávarorku í nýrri stefnu sinni í orkumálum, þó flokkurinn forðist daður við frekari vatns- og vindvirkjanir. Hann hefur ekki heldur fylgt eftir þingsályktunartillögu sinni, sem Alþingi samþykkti samhljóða fyrir 10 árum, að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland; þrátt fyrir áminningar þar um. Viðreisn, Píratar, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn virðast ekki hafa neina stefnu um einstakar orkuauðlindir þjóðarinnar, heldur birta einungis almenna stefnu, t.d. um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ég hvet kjósendur til að hugsa sjálfstætt í þessum efnum; inna frambjóðendur eftir stefnu þeirra á þessu sviði á framboðsfundum sem framundan eru, og hafa svörin í huga þegar krossað er á seðil. Höfundur er frumkvöðull um sjávarorkunýtingu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun