Viðskipti innlent

Bein út­sending: Markaðs­mál í brenni­depli á ný­sköpunar­þingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics og Garðar Hauksson, stofnandi og tæknistjóri með Nýsköpunarverðlaunin 2023.
Guðrún Þorgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar PayAnalytics og Garðar Hauksson, stofnandi og tæknistjóri með Nýsköpunarverðlaunin 2023. Hugverkastofa

Íslandsstofa, Hugverkastofan, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Rannís bjóða til Nýsköpunarþings 2024 í Grósku 22. október kl. 14:00-15:30. Streymt verður frá þinginu á Vísi.

Á þinginu verður sjónum beint að sölu- og markaðsmálum íslenskrar nýsköpunar á erlendum mörkuðum.

Hvað þarf til, til að ná árangri á alþjóðlegum mörkuðum? Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna? Leggja íslensk fyrirtæki næga áherslu á sölu- og markaðsmál og uppbyggingu vörumerkja? Til að svara þessum spurningum og fleirum munu aðilar úr íslensku og alþjóðlegu markaðs- og nýsköpunarumhverfi deila reynslu af sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum.

Dagskrá:

14:00 Setning

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

14:10 Erindi

Fura Ösp Jóhannesdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og stjórnarformaður Brandenburg

Bolli Thoroddsen, meðstofnandi Trip To Japan

Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hefring Marine

María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

15:00 Pallborð með þátttöku fyrirlesara

15:15 Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands 2024

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

15:30 Léttar veitingar og spjall í miðrými Grósku






Fleiri fréttir

Sjá meira


×