Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. október 2024 19:41 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn. Vísir/Arnar Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira