Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:39 Helga Ágústa segir meintar töfralausnir á samfélagsmiðlum algert rugl. Vísir/Bjarni Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“ Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Sjá meira