ESB: Engar áhyggjur Kjartan Valgarðsson skrifar 22. október 2024 12:17 Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun