Tvöfölduðu launin á fjórum árum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 17:32 Vipers frá Kristiansand unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. EPA-EFE/Tibor Illyes Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna. Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik