Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Við ræðum við forsætisráðherra sem segir að flokkar sem ætli að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í stöðu til að setja skilyrði.
Þá verðum við í beinni með fulltrúa verðlagseftirlits ASÍ sem segir verðhækkun á matvöru á milli mánaða óvenjulega. Verð hækkaði um eitt prósent eftir að hafa verið á niðurleið.
Við heyrum einnig í kennara sem sárnar málflutning Viðskiptaráðs og hefur á tilfinningunni að verið sé að grafa undan störfum þeirra. Auk þess kynnum við okkur nýjung í afgreiðslu skilríkja hjá Þjóðskrá og kíkjum í hundaþorp.
Í Sportpakkanum verður rætt við þjálfara Víkings sem er í leikbanni og í Íslandi í dag kynnir Sindri Sindrason sér líklega krúttlegasta þátt landsins; Dýraspítalann.