Innlent

Minni háttar líkams­á­rás og konu ekið heim

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt en þrír gista fangaklefa nú í morgunsárið.

Lögregla var meðal annars kölluð til vegna minni háttar líkamsárásar í póstnúmerinu 105 og þá var konu í sama hverfi ekið heim eftir að hún var vakin þar sem hún svaf í anddyri.

Einn var handtekinn í miðborginni grunaður um fíkniefnamisferli og þá voru minni háttar skemmdarverk unnin á hurð í miðbænum en ekki er vitað hver var þar að verki.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 og þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í umferðinni, annar fyrir aka mót rauðu ljósi og hinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×