Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari á Sauðárkróki og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, skipar efsta sæti listans. Bjarni Jónsson þingmaður var oddviti flokksins í síðustu kosningum en hann sagði sig úr flokknum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðiflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna sprakk. á dögunum.
Bjarki Hjörleifsson, stjórnmálafræðingur frá Stykkishólmi og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen, fyrrverandi matvælaráðherra, skipar annað sætið á listans og Sigríður Gísladóttir, dýralæknir frá Ísafirði, þriðja sætið.
Vinstri græn hlutu 11,5 prósent atkvæða í kjördæminu í kosningunum 2021 og einn kjördæmakjörinn mann, það er Bjarna Jónsson.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- 1. Álfhildur Leifsdóttir – Sauðárkróki
- 2. Bjarki Hjörleifsson – Stykkishólmi
- 3. Sigríður Gísladóttir – Ísafirði
- 4. Friðrik Aspelund – Borgarbyggð
- 5. Lilja Magnúsdóttir – Grundarfirði
- 6. María Maack – Reykhólum
- 7. Kristín Þorleifsdóttir – Stykkishólmi
- 8. Matthías Lýðsson – Strandir
- 9. Brynja Þorsteinsdóttir – Borgarbyggð
- 10. Bjartmar Hlynur Hannesson – Borgarbyggð
- 11. Nanný Arna Guðmundsdóttir – Ísafirði
- 12. Valdimar Guðmannsson – Blönduósi
- 13. Halla Hrefnu Steinólfsdóttir – Dölum
- 14. Björg Baldursdóttir – Skagafirði