Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2024 09:09 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. Vísir/Arnar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar. Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar.
Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03