E. coli-sýking á Mánagarði

Fréttamynd

Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp

„Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega þrjá­tíu börn í virku eftir­liti

Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.  

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Mána­garðs í á­falli

Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar

Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Veikindi á fimm af sjö deildum leik­skólans

Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barnanna al­var­lega veikt og ó­vissa fram yfir helgi

Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 

Innlent
Fréttamynd

Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu

Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar

Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi.

Innlent
Fréttamynd

Tíu börn með ein­kenni E.Coli-sýkingar

Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent