Valur eyddi færslu um stærstu söluna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 10:24 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira