Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch skrifar 23. október 2024 13:02 Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun