Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch skrifar 23. október 2024 13:02 Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar