„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:00 Leikmenn Shakhtar hafa þurft að glíma við ýmislegt síðustu misseri. Vísir/Getty „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira