Neytendur

Salmonella í Peking­önd

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þetta er pekingöndin sem um ræðir.
Þetta er pekingöndin sem um ræðir.

Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Um var að ræða heilar endur í tiltekinni framleiðslulotu sem voru seldar frostnar og af vörumerkinu Julius. Upprunalandið er Pólland, en fyrirtækið sem innkallar vöruna heitir Aðföng.

„Matvæli sem innihalda Salmonella teljast ekki örugg til neyslu þar sem bakterían getur valdið alvarlegum sýkingum, sérstaklega hjá viðkvæmum neytendum,“ segir í tilkynningunni.

Þá eru neytendur sem hafa keypt vöruna beðnir um að neyta hennar ekki og farga, en þeir geta einnig skilað henni til verslunarinnar þar sem hægt er að fá fulla endurgreiðslu.

Upplýsingar um vöruna: 

  • Vöruheiti: Julius heilar endur ( Pekingendur ) 
  • Nettómagn: 2,4 kg 
  • Umbúðir: Plastfilma 
  • Strikamerki: 5706911023637 
  • Lotunúmer: 3482255 
  • Geymsluskilyrði: Frystivara 
  • Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaup





Fleiri fréttir

Sjá meira


×